Nýsköpun er vaxandi, en hversu umfangsmikil er hún?
Kjarninn birti
Nýsköpun hefur oft á tíðum verið afgreitt sem krúttleg og stundum sem „eitthvað annað”. En núna eru teikn á lofti, æ fleiri eru að tala um nýsköpun, mikilvægi þess að byggja brú á milli vísindastarfs og atvinnulífs og við sem þjóð erum að átta okkur á að nýsköpun getur verið alvöru „business”.
Samtök iðnaðarins og fleiri hafa á undanförnum árum beitt sér fyrir nýsköpun og tekið þátt í breytingu á nýsköpunarlögum sem hefur m.a. haft í för með sér aukið framlag til endurgreiðslu á rannsóknar og þróunarkostnaði. Unnið er að nýsköpunarstefnu á vegum ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sett hefur verið saman nefnd á vegum forsætisráðherra sem vinnur að skýrslunni Ísland og fjórða iðnbyltingin, fjöldi umsókna til tækniþróunarsjóðs hafa aldrei verið fleiri, nýsköpunarhugmyndirnar sem fara í gegnum Icelandic startups fara fjölgandi, nýsköpunarkeppnir og hakkaþon eru á hverju strái og svona mætti lengi telja.
Greinin var birt á Kjarnanum 31. janúar, 2019