Nýsköpun er vaxandi, en hversu umfangsmikil er hún?

Kjarninn birti

Nýsköpun hefur oft á tíðum verið afgreitt sem krútt­leg og stundum sem „eitt­hvað ann­að”. En núna eru teikn á lofti, æ fleiri eru að tala um nýsköp­un, mik­il­vægi þess að byggja brú á milli vís­inda­starfs og atvinnu­lífs og við sem þjóð erum að átta okkur á að nýsköpun getur verið alvöru „business”.

Sam­tök iðn­að­ar­ins og fleiri hafa á und­an­förnum árum beitt sér fyrir nýsköpun og tekið þátt í breyt­ingu á nýsköp­un­ar­lögum sem hefur m.a. haft í för með sér aukið fram­lag til end­ur­greiðslu á rann­sóknar og þró­un­ar­kostn­aði. Unnið er að nýsköp­un­ar­stefnu á vegum ferða­mála- iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, sett hefur verið saman nefnd á vegum for­sæt­is­ráð­herra sem vinnur að skýrsl­unni Ísland og fjórða iðn­bylt­ing­in, fjöldi umsókna til tækni­þró­un­ar­sjóðs hafa aldrei verið fleiri, nýsköp­un­ar­hug­mynd­irnar sem fara í gegn­um Iceland­ic startups fara fjölg­andi, nýsköp­un­ar­keppnir og hakka­þon eru á hverju strái og svona mætti lengi telja.

Greinin var birt á Kjarnanum 31. janúar, 2019

Previous
Previous

Ragnheiður í podcasti hjá Jóns