Um okkur
Teymi með tækni á heilanum
-
Ragnheiður H. Magnúsdóttir
STOFNANDI / CHIEF DISRUPTION OFFICER
Ragnheiður er vélaverkfræðingur með endalausan áhuga á nýsköpun og tækni. Hefur unnið að fjölmörgum umbreytandi verkefnum síðan árið 2000 sem flest innifala nýtingu upplýsingatækninnar til að minnka sóun og bæta þjónustu fyrirtækja og stofnanna.
-
Magnús Logi Magnússon
STOFNANDI / STJÓRNARFORMAÐUR
Magnús Logi er tækninörd með sérsvið í uppbyggingu neta og ýmissa tölvukerfa. Hann hefur farið á dýptina í tæknimálum í fjölmörg ár og var starfsmaður á tæknisviði Nova frá stofnun fyrirtækisins þar til í lok janúar 2022, en þá hóf hann störf hjá Men&Mice.
Þetta erum við.
Eftir að hafa sankað að okkur alls konar reynslu frá nokkrum frábærum fyrirtækjum: Símanum, Mentis, Hugsmiðjunni, Marel, Veitum, Nova o.fl. ákváðu Ragnheiður og Magnús Logi að stofna fyrirtæki til að geta veitt ráðgjöf til þeirra sem höfðu áhuga á að nýta okkar þjónustu.
Við tvö erum tvíeyki. Í lífi og starfi.
En af hverju nafnið Maggar? Maggar er einfaldlega RaggaM aftur á bak. En svo vill til að Ragnheiður hefur líka miklar tengingar við nafnið Magnús þar sem hún er Magnúsdóttir, er gift Magnúsi Loga sínum og á tengdaföður sem heitir Magnús. Maggar virðast vera út um allt í hennar lífi þannig að Maggar hljómuðu bara nokkuð vel.