Verkefnin

Fjölbreytt verkefni magga

Men&Mice

Tæknifyrirtækið Men&mice fékk aðstoð Magga við verkefnastjórn og sjálfvirknivæðingu innri ferla fyrir starfsfólk fyrirtækisins. Sjálfvirknivædd voru fimm mismunandi ferlar sem allir fálu í sér mikla handvirka vinnu. En nú í dag eru ferlarnir orðnir mjög skilvirkir, sem hefur í för mér sér betri þjónustu við starfsfólk fyrirtækisins. Virkilega skemmtilegt verkefni með skemmtilegu fyrirtæki.

 

Minningar.is

Ragnheiður hjá Möggum hefur unnið sem stjórnandi til leigu fyrir félag í eigu Fagkaupa sem heitir Minningar. Hún hefur verið í hlutverki tímabundins framkvæmdastjóra Minninga frá því febrúar 2022.

Minningar.is er gjaldfrjáls vefur sem auðveldar fólki að varðveita minningu látins ástvinar í öruggu og aðgengilegu umhverfi.

 

Reykjavíkurborg

Ragnheiður hefur unnið að ýmsum verkefnum og störfum fyrir Þjónustu- og nýsköpunarsvið Reykjavíkurborgar sem “leiðtogi að láni” á árunum 2020 til 2022. Hún vann meðal annars að mótun og innleiðingu stafrænnar stefnu í samvinnu við skrifstofustjóra Upplýsingatækniþjónustu hjá borginni. Hún tók einnig að sér hlutverk deildarstjóra tækniþjónustu, deildarstjóra tæknirekstrar og seinna vann hún sem framleiðandi og yfirframleiðandi í umbreytingateymi hjá borginni.

 

Fyrirlestrar um nýsköpun og tækni

Ragnheiður H. Magnúsdóttir hefur haldið fjölmarga fyrirlestra um nýsköpun og tækni síðastliðin ár.

Hún hefur haldið fyrirlestra í miniMBA námi Akademias, komið inn sem gestafyrirlesari fyrir MBA nema í HR, HÍ og Bifröst, tekið þátt í fjölmörgum ráðstefnum á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.

 

Kerfisstjórnun

Magnús Logi hefur séð um kerfisstjórnun, DNS stillingar og netuppsetningu fyrir JTverk frá því fyrirtækið var stofnað 2017.

Í því fólst meðal annars aðstoð við uppsetningu á tölvupósti, umsjón á léni, DNS, tölvum o.fl. í samráði við framkvæmdastjóra.

 

Bylting í stjórnun

Ragnheiður tók þátt í skipulagningu ráðstefnunannar Bylting í stjórnun á árunum 2018 og 2019 á vegum Manino og Viðskiptaráð Íslands. Á ráðstefnurnar komu nokkrir fyrirlesarar erlendis frá m.a. Garry Ridge, forstjóri WD40, sem hefur notað byltingarkenndar stjórnunaraðferðir fjölda ára, og Benja Stig fyrirlesari og höfundur bókarinnar SHEconomy.