Um tækjavæðingu Landspítalans

Hugmynd að
Umbreytingu

Sá búnaður sem er hvað mest notaður innan spítala er sá búnaður sem nýttur er til að taka og skrá lífsmörk sjúklinga.

Ég hef heimsótt spítala nokkuð oft undanfarin ár (sem aðstandandi) og horfi á búnaðinn sem umkringir sjúklingana. Það eru ótal tegundir mælitækja sem mæla lífsmörk á spítalanum, handvirkir mælar, tölvumælar með og án nettengingar. Furðulega margar tegundir.

Hér er hugmynd.

Að spítalinn fjárfesti í samskonar búnaði fyrir lífsmörk á allar deildir sem er nettengdur.

Hvað fæst með því?

  • Starfsfólk veit að hverju það gengur alls staðar og allir læra á það sama

  • Hvergi eru lífsmörk skráð á blað (og síðar aftur í tölvu)

  • Sporin verða spöruð og minni tvíverknaður

  • Gögnin fyrir lífsmörk uppfærast strax í kerfin, verða einsleit og þar með auðveldara að vinna með þau.

Gefa mætti gömlu tækin til landa sem ekki eiga en þurfa á því að halda. Eða jafnvel selja þau. Hér er að minnsta kosti eitt dæmi um hagræðingu og stafrænt verkefni sem mætti skoða á spítala allra landsmanna.

Góðar stundir.

Greinin birtist fyrst á LinkedIn síðu Ragnheiðar H. Magnúsdóttur

Previous
Previous

Um útboð og nýsköpunarsamsarf

Next
Next

Ragnheiður spjallar við Hörpu hjá Hoobla