Um útboð og nýsköpunarsamsarf

Opinberir aðilar þurfa að geta nýtt sér þær flottu lausnir sem nýsköpunarfyrirtæki eru að skapa.

Í þessari grein frá Rikiskaupum er komið inn á hvaða valmöguleikar bjóðast í þessum margslungna heimi útboða.

Þar segir meðal annars: "Með nýsköpunarsamstarfi er formerkjum hefðbundinna útboða um samskipti kaupenda og seljenda í raun snúið við og báðum aðilum gefst færi á að þroska viðræður um fyrirhuguð innkaup."

Það eru nokkuð margir hjá opinberum stofnunum og fyrirtækjum sem vita ekki af þessum innkaupa-valkosti sem kallast nýsköpunarsamstarf. Eða mögulega gera alltaf það sem þau eru vön (hefðbundið útboð).

Mig langar að sjá fleiri opinbera aðila þora að taka skrefið og bjóða nýsköpunarfyrirtækjum upp í dans. Ég er sannfærð um að það geti orðið til þess að opinber þjónusta taki stökk í að veita betri þjónustu.

Greinin birtist fyrst á LinkedIn síður Ragnheiður H. Magnúsdóttur

Previous
Previous

Valdefldu teymið þitt á 4 vikum

Next
Next

Um tækjavæðingu Landspítalans